Battavöllur

Battavöllur

Kominn er tími til þess að Vesturbæingar fái sinn battavöll/sparkvöll. Vesturbærinn er eina hverfið í Reykjavík sem heur ekki slíkan völl.

Points

Á undanförnum árum hefur verið mikil uppbygging á sparkvöllum í borginni. Vesturbærinn hefur lengi verið á áætlun en fram að þessu hefur ekki enn sést völlur sem er sambærilegur öðrum völlum í öðrum hverfum borgrinnar. Allir vita að með bættir aðstöðu á svona völlum eykur það hreyfingu barna og ungmenna, en undanfarin ár hafa börn verið að þyngjast hér á landi og er þetta klárlega einn liðurinn í því að sporna við þeirri þróunn. Vesturbærinn á ekki að sitja eftir í þessum málum um ókomin ár.

Faghópur umhverfis- og skipulagssviðs hefur skoðað þessa hugmynd. Hugmyndin sprengir fjárhagsrammann og er ekki tæk í kosningu. Faghópur vill engu að síður halda hugmyndinni í ákveðnu ferli. Hann mun því mælast til þess við endanlega uppstillingu hugmynda til kosningar að þessari hugmynd verði vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundaráðs.

Algerlega löngu tímabært, nokkuð mörg svæði sem koma til greina, t.d við Skeljagranda, en þar væri hægt að útbúa sparkvöll, sem svo mætti nota sem tennisvöll á sumrin. Þar er fyrir ljótur og ílla hirtur fótboltavöllur

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information