Leikskólakennarar fái greitt fyrir neysluhlé
Í nokkur ár hafa borgaryfirvöld greitt leikskólakennurum fyrir að vinna í matartímanum sínum. Nú hafa borgaryfirvöld samþykkt að fella niður þessar greiðslur þrátt fyrir að ekkert hafi breyst í vinnuuhverfinu. Greiðslurnar hafa ekki verið felldar niður hjá öðrum starfsstéttum, s.s. leiðbeinendum, eða aðstoðarleikskólakennurum. Leikskólakennarar eru ekki og hafa aldrei verið hálaunastétt og góðærið rataði aldrei inn í leikskólana. Það er því fullkomlega ósanngjarnt að lækka laun þeirra enn frekar
Þetta er bara út í hött að borgaryfirvöld neyti að greiða leikskólakennurum laun fyrir matarhlé. Auðvitað þarf allt starfsfólk á matarhléi að halda, líka leikskólakennarar. Við fáum allavegana greitt fyrir okkar matarhlé, en hvað fá leikskólakennarar greitt fyrir sín matarhlé, ekki krónu. Það þarf að kippa þessu í lag, með því að borgaryfirvöld fari að greiða leikskólakennurum fyrir matarhlé.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation